Kvistagrös (Cetraria sepincola)

Vistgerðir

Vex á bolum og greinum trjáa, einkum birki og fjalldrapa (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Viðargrös er lítil, dökkbrún, blaðkennd flétta sem myndar litla brúska á bolum og greinum trjáa, einkum á birki og fjalldrapa. Bleðlar þeirra eru meir eða minna uppréttir og oftast eru kringlóttar askhirslur á endum sumra þeirra (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 1-2 sm í þvermál, 0,5-1 sm á hæð, bleðlótt, myndar netta, kringlótta brúska. Efra borð dökk grágrænt, brúnleitt, matt, stundum krumpað. Neðra borð hvítt eða ljósbrúnt, með lítt áberandi æðar eða krumpur. Rætlingar ljósir, einfaldir eða greinóttir, dreifðir (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur margar, þekja oft allt þalið, disklaga, 1-4 mm í þvermál, rauðbrúnar, flatar, sléttar eða kúptar með mjórri þalrönd (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Viðargrösin vaxa að jafnaði meira fram á grennstu greinar birkisins en aðrar fléttur (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á bolum og greinum trjáa, einkum birki og fjalldrapa (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Kvistagrös (Cetraria sepincola)